„Þráðurinn er rofinn“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

„Við erum kom­in á byrj­un­ar­reit í aðild­ar­viðræðum við EU. Ef þjóðin í kjöl­far þjóðar­at­kvæðagreiðslu ákveður að fara í aðild­ar­viðræður, þá þýðir það að við erum al­ger­lega kom­in á upp­hafs­reit. Þráður­inn er rof­inn.“

Þetta seg­ir Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, á Face­book-síðu sinni í dag en hún sat í dag fund sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Alþing­is og Evr­ópuþings­ins sem stend­ur yfir í tón­list­ar- og ráðstefnu­hús­inu Hörpu í Reykja­vík. Seg­ist hún loks­ins hafa fengið „al­ger­lega af­ger­andi svör“ varðandi um­sókn­ar­ferlið að Evr­ópu­sam­band­inu.

Frétt mbl.is: Samstaða gegn Rúss­um mik­il­væg

„Mér finnst al­veg magnað að fram­kvæmda­vald­inu hafi tek­ist að sniðganga þing­ræðið án meiri viðnámi og að viðkom­andi ráðherra sem svo gerði sitji enn í valda­stól. Óskilj­an­legt af hverju ekki var staðið við það lof­orð rík­is­stjórn­ar­flokk­anna fyr­ir síðustu kosn­ing­ar að kanna vilja þjóðar­inn­ar áður en svo af­ger­andi skref voru tek­in.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert