Vill að nefndin álykti um samstöðu

Jørn Dohrmann og Guðlaugur Þór Þórðarson á fundinum í dag.
Jørn Dohrmann og Guðlaugur Þór Þórðarson á fundinum í dag. mbl.is/Eggert

Lögð var rík áhersla á það af hálfu Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, á fundi sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Alþing­is og Evr­ópuþings­ins í dag að nefnd­in áyktaði um mik­il­vægi sam­stöðu þeirra ríkja sem standa að refsiaðgerðunum gegn Rússlandi og að fundn­ar yrðu leiðir til þess að draga úr skaða sem gagnaðgerðir Rússa hafa valdið.

Málið var rætt ít­ar­lega á fund­in­um en fram kom í máli Jørns Dohrmann, þing­manns Danska þjóðarflokks­ins á Evr­ópuþing­inu sem ásamt Guðlaugi veit­ir nefnd­inni for­ystu, að full ástæða væri til þess að leggja áherslu á sam­stöðu ríkj­anna og lýsti hann enn­frem­ur yfir vilja til þess að hjálpa til við að finna nýja markaði fyr­ir ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir sem hefðu verið seld­ar til Rúss­land ef ekki væri fyr­ir gagnaðgerðir Rússa.

Hins veg­ar lýsti Dohrmann efa­semd­um um að fund­ur­inn væri heppi­leg­ur vett­vang­ur fyr­ir slíka álykt­un þar sem ein­ung­is tveir Evr­ópuþing­menn væru viðstadd­ir hann. Lýsti hann yfir vilja til þess að kanna hvort hægt yrði að halda ann­an fund í nefnd­inni þar sem hægt yrði að taka málið fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert