„Menn vilja fá fram allar hliðar málsins og reifa ólík sjónarmið,“ segir Ágúst Guðjónsson, bóndi á Læk í Flóa.
Hann er meðal þeirra sem standa að opnum fundi í félags-heimilinu Þingborg í Flóanum sem verður annað kvöld, 11. febrúar, kl. 20.30. Þar á að ræða efni nýrra bú-vörusamninga sem eru í smíðum.
Á fundinum kynnir Birgir Þór Runólfsson, prófessor við Háskóla Íslands, skýrslu Ragnars Árnasonar prófessors um stuðningskerfi mjólkurframleiðslu. Þá mun Pálmi Vilhjálmsson, framleiðslustjóri Mjólkursamsölunnar, útskýra stöðu fyrirtækisins varðandi framleiðslu, sölu og birgðamál.