Samfylkingin boðar formannskjör

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar samþykkti í dag að boða til aukalandsfundar 4. júní næstkomandi og boða til atkvæðagreiðslu meðal allra flokksmanna um embætti formanns.

Atkvæðagreiðsla um embætti formanns er háð beiðni sem uppfyllir skilyrði laga flokksins. Næsti reglulegi landsfundur verður jafnframt haldinn 10.-11. mars 2017, skömmu fyrir alþingiskosningar.

Á aukalandsfundi, sem boða verður til með 16 vikna fyrirvara, er heimilt samkvæmt flokkslögum að marka stefnu flokksins, gera lagabreytingar, koma fram ályktunum og kjósa í laus embætti. Kjörstjórn verður skipuð á næstu dögum sem halda mun utan um allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns og önnur laus embætti, segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Ekki náðist í Árna Pál Árnason við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert