Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að bregðast þurfi við mikilli fjölgun bílaleigubíla í bænum. Víða í bænum sé ástandið að nálgast þolmörk.
Er þetta eitt af mörgum dæmum um hvernig væntanleg fjölgun erlendra ferðamanna um nokkur hundruð þúsund í ár mun reyna á innviði landsins.
Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru skráðar 32 bílaleigur í Reykjanesbæ, ein í Sandgerði, 15 í Hafnarfirði og fjórar í Garðabæ. Alls eru þetta 52 bílaleigur í Reykjanesbæ og nálægum sveitarfélögum. Hefur Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlað að um 18 þúsund bílaleigubílar verði í umferð í ár, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa vaxtarverki ferðaþjónustunnar í Morgunblaðinu í dag.