Hæg atburðarás undir Bárðarbungu

Páll Einarsson.
Páll Einarsson. mbl.is/Ómar

At­b­urðarás­in und­ir Bárðarbungu er hæg og svo virðist sem djúpt sé á henni eða um 10-15 km.

„Þetta veld­ur því að öll merki sem sjást verða dauf,“ sagði Páll Ein­ars­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands. „Það er ljóst að skjálfta­virkni í Bárðarbungu fer held­ur vax­andi. Hún náði ákveðnu lág­marki í haust en hef­ur vaxið síðan.“ Vegna þess hvað at­b­urðirn­ir eru djúpt í jörðu dreif­ist landrisið yfir stórt svæði. Enn eru marg­ir óvissuþætt­ir og jafn­vel mót­sagna­kennd­ir varðandi það sem virðist vera að ger­ast í eld­stöðinni. Páll sagði að menn séu þess vegna hik­andi við að túlka merk­in sem ber­ast á mjög af­ger­andi hátt.

Sama gild­ir um Bárðarbungu og Heklu að mest er að marka hegðun eld­fjall­anna til langs tíma.

„Mæl­ing­ar sem við höf­um benda til þess að það hafi verið þensla í Heklu al­veg síðan í síðasta gosi árið 2000,“ sagði Páll. Síðasta mæl­ing var gerð í haust og hún sýndi áfram­hald­andi þenslu. Allt bend­ir til þess að Hekla hafi verið til­bú­in fyr­ir nýtt eld­gos allt frá ár­inu 2006.

Til eru sam­felld­ar mæl­ing­ar á landrisi við Næf­ur­holt frá því fyr­ir eld­gosið 1991. Þær sýna að Hekla rís fram að gosi og síg­ur svo þegar fer að gjósa. Hún fór strax aft­ur að rísa eft­ir gosið 1991 og reis fram til árs­ins 2000. Þá var hún kom­in í sömu hæð og fyr­ir gosið 1991. Gosið kom á rétt­um tíma 2000 og Hekla seig. Hún fór strax að rísa aft­ur eft­ir það gos og var kom­in í svipaða hæð og fyr­ir gos­in 1991 og 2000 árið 2006. Síðan hef­ur hún risið fram yfir það. Það þarf þó ekki að þýða að næsta gos í Heklu verði stærra en fyrr­greind eld­gos, að sögn Páls.

„Hekla er búin að safna í sarp­inn og þrýst­ing­ur­inn nú ætti að vera næg­ur til að koma gosi upp. Það er eins og það þurfi hálf­gerða til­vilj­un til að koma henni af stað,“ sagði Páll. Hann minnti á að fyr­ir­var­inn á Heklugos­um hefði verið allt frá 15 mín­út­um og upp í 79 mín­út­ur sam­kvæmt mæl­ing­um á upp­hafi fjög­urra síðustu Heklugosa, þ.e. 1970, 1980, 1991 og 2000. Hún geti því gosið hvenær sem er og það með skömm­um fyr­ir­vara. gudni@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert