Mygla í höfuðstöðvum Íslandsbanka

Mygla hefur greinst í höfuðstöðvum Íslandsbanka.
Mygla hefur greinst í höfuðstöðvum Íslandsbanka. mbl.is/Ómar

Mygla hefur greinst á vinnusvæðum starfsmanna Íslandsbanka við Kirkjusand og af þeim sökum hefur verið gripið til viðeigandi ráðstafana.

Samkvæmt Íslandsbanka verður starfsmönnum haldið vel upplýstum um framgang mála.

„Komið hefur í ljós að óæskilegt magn af gróum og sveppahlutum fundust á einstaka vinnusvæðum starfsmanna í höfuðstöðvum Íslandsbanka á Kirkjusandi.  Gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana og áætlun sett í gang til þess að tryggja heilbrigt vinnuumhverfi og loftgæði,“ segir bankinn.

„Heilbrigði og velferð starfsmanna er bankanum hjartans mál og verður þeim haldið upplýstum um framgang mála.“

Samkvæmt upplýsingum frá bankanum þurfti að flytja til fólk af svæði þar sem prófanir voru framkvæmdar. Ástæðan fyrir þessum prófunum voru umkvartanir starfsfólks um óþægindi og léleg loftgæði. Frekari úttektir verða gerðar á vinnusvæðunum á næstunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert