Telja frumvarpið meingallað

Félag atvinnurekenda hefur skilað umsögn til Alþingis um endurframlagt frumvarp um smásölu áfengis. FA lýsir vonbrigðum með frumvarpið og telur það ganga of skammt í frjálsræðisátt. Þetta kemur fram á vef FA.

„Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar og fleiri þingmanna, sem hefur nú verið lagt fram öðru sinni, meingallað. Félagið lýsir í umsögn til Alþingisvonbrigðum með litlar breytingar á frumvarpinu frá í fyrra og að ekkert skuli hafa verið gert með leiðréttingar á rangfærslum í frumvarpinu og vel rökstuddar og málefnalegar ábendingar FA og fleiri samtaka fyrirtækja um hvernig mætti sníða af því gallana,“ segir á vef FA.

Hér er hægt að lesa nánar um athugasemdir FA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert