Árekstur við Bústaðaveg

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar fyrir skemmstu. Fimm manns voru í tveimur bílum sem lentu í árekstrinum en skv. heimildum frá slökkviliðnu á höfuðborgarsvæðinu komust farþegar og ökumenn bifreiðanna tveggja sjálfir úr bílunum.

Sendir voru tveir sjúkrabílar á vettvang auk dælubíls. 

Uppfært kl 18:13: Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað um meiðsl fólks, en tvær bifreiðar voru fluttar af vettvangi með krana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka