Gunnar Bragi í München

Gunnar Bragi Sveinsson ásamt Mikheil Janelidze, utanríkisráðherra Georgíu.
Gunnar Bragi Sveinsson ásamt Mikheil Janelidze, utanríkisráðherra Georgíu.

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra tók um helg­ina þátt í hinni ár­legu ör­ygg­is­málaráðstefnu í München. Meðal helstu umræðuefna voru ör­ygg­is­horf­ur í Evr­ópu þar sem augu beind­ust ekki síst að Úkraínu­deil­unni og Rússlandi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Þá var umræða um stöðu mála í Sýr­landi afar fyr­ir­ferðamik­il og, henni tengd, flótta­manna­straum­ur­inn til Evr­ópu. Einnig voru á dag­skrá hryðju­verka­ógn og upp­lýs­inga­ör­yggi, orku­ör­ygg­is- og lofts­lags­mál, netör­yggi, heil­brigðis­ör­yggi o.fl.

Meðal ræðumanna á ráðstefn­unni að þessu sinni voru ut­an­rík­is­ráðherr­ar Banda­ríkj­anna, Rúss­lands, Þýska­lands og Bret­lands, for­set­ar Pól­lands, Finn­lands og Úkraínu og for­sæt­is­ráðherr­ar Rúss­lands, Nor­egs og Frakk­lands og fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Til hliðar við ráðstefn­una átti ut­an­rík­is­ráðherra fund með nýj­um starfs­bróður sín­um frá Georgíu, Mik­heil Janelidze. Á fundi sín­um ræddu ráðherr­arn­ir ör­ygg­is­mál og sam­starf inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins, fríversl­un­ar­viðræður Georgíu við EFTA og tví­hliða sam­skipti á sviði viðskipta og orku­mála. 

Örygg­is­ráðstefn­an í München var hald­in í 52. skipti í ár og hef­ur fyr­ir löngu náð sér­stöðu sem einn allra mik­il­væg­asti vett­vang­ur umræðna um ör­ygg­is­mál í heim­in­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert