Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Samtakanna 78, segist ekki hafa í huga að bjóða sig fram til embættis formanns Samfylkingarinnar, en hún hefur verið orðuð við embættið.
Anna Pála var efst í kjöri til flokksstjórnar Samfylkingarinnar á síðasta ári og hefur verið virk í innra starfi Samfylkingarinnar og Samtakanna síðustu ár.
Flokksmenn víða úr röðum Samfylkingarinnar hafa upp á síðkastið þrýst nokkuð á Önnu Pálu að íhuga formannsframboð.