Fangarnir enn ófundnir

Fangelsið að Sogni er skammt frá Hveragerði á Suðurlandi.
Fangelsið að Sogni er skammt frá Hveragerði á Suðurlandi. Sigurður Bogi Sævarsson

Ekk­ert hef­ur spurt til tveggja fanga sem flúðu úr fang­els­inu Sogni í gær­kvöldi. Lög­reglu­embætt­in á Suður­landi og á höfuðborg­ar­svæðinu eru með málið til rann­sókn­ar. Menn­irn­ir, sem báðir eru um tví­tugt, eru ekki tald­ir vera hættu­leg­ir.

Fang­elsið er skil­greint sem opið fang­elsi en það fel­ur í sér að eng­ar girðing­ar eða múr­ar af­marka fang­elsið og því þurfa fang­ar sem vist­ast þar að hegða sér á ábyrg­an hátt og bera virðingu fyr­ir þeim regl­um sem þar gilda. 

Ann­ar fang­anna strauk úr fang­els­inu að Kvía­bryggju á síðasta ári en það er einnig opið fang­elsi.

Frétt mbl.is: Tveir fang­ar á flótta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert