Flugvallafrumvarpið lagt fram

Hornafjarðarflugvöllur.
Hornafjarðarflugvöllur.

Höskuldur Þórhallsson alþingismaður leggur fram í dag frumvarp um að skipulagsvald yfir flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum heyri undir ríkið, líkt og skipulagsmál Keflavíkurflugvallar, en ekki undir viðkomandi sveitarfélög.

Frumvarpið er samhljóða frumvarpi sem tekið var úr samgöngunefnd sl. vor, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Ég finn aukinn stuðning við þetta mál alls staðar á landinu. Ég tel að fólk sé að átta sig á því að skipulagsvald sveitarfélaga er langt frá því að vera heilagt. Það er mikilvægt að fulltrúar allrar þjóðarinnar ákveði framtíð Reykjavíkurflugvallar og annarra flugvalla, en ekki bara fámennur hópur,“ segir Höskuldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert