Sækja í flugfreyjustarfið

Hjúkrunarfræðingar fara margir í flugfreyjuna.
Hjúkrunarfræðingar fara margir í flugfreyjuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

20% þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust hér á landi árið 2014 fóru í flugfreyjustörf að sögn Ólafs G. Skúlasonar, formanns félags hjúkrunarfræðinga.

Talsverður skortur er nú á hjúkrunarfræðingum, að sögn Ólafs, og segir hann óvenju mikið um kvartanir félagsmanna vegna álags á Landspítalanum. Bæta mætti við um 200 hjúkrunarfræðingum svo vel væri á spítalanum, segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Vandamálið sem þarf að leysa er þríþætt. Það eru margir að fara á eftirlaun, við menntum ekki nægilega marga og svo eru of margir sem sækja í annað nám eða önnur störf,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert