Svo virðist sem það hafi færst í vöxt á undanförnum árum að sjúklingar taki upp á snjallsíma sína samskipti sín við lækna og störf þeirra án leyfis.
Til dæmis barst Embætti landlæknis nýverið kvörtun frá sjúklingi sem var studd upptöku sem tekin var að heilbrigðisstarfsmanni forspurðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist vita um nokkur dæmi þess að sjúklingar taki upp samskipti sín við lækna á snjallsíma sína að þeim forspurðum og nýverið barst Persónuvernd fyrirspurn þessa efnis frá heilbrigðisstarfsmanni sem spurði hver væri réttur hans ef skjólstæðingur tæki upp samtal, hljóð og mynd af honum í hans óþökk.