Einar Rúnar Sigurðsson, leiðsögumaður Local Guide í Hofsnesi í Öræfum, gekk á Hvannadalshnjúk á sunnudaginn var. Þetta var 281. ferð hans á hæsta tind Íslands.
Heilmikið hefur bæst við Öræfajökul í vetur. Einar sagði að jökullinn hefði þynnst hratt eftir Gjálpargosið 1996. Þá fór að sjást jökulsker í um 1.500 m hæð. Það kom æ betur í ljós og stóð orðið 15-20 metra upp úr jöklinum.
Skerið hvarf í jökulinn í haust og sést ekki lengur. Einnig hefur fyllt yfir sprungur og jökullinn gjörbreyst frá því sem hann var. Hvannadalshnjúkur hefur einnig hækkað, segir hann í viðtali í Morgunblaðinu í dag.