Hvar eru íbúðirnar?

Framkvæmdir áttu að hefjast við íbúðaturn á Höfðatorgi 2015 og …
Framkvæmdir áttu að hefjast við íbúðaturn á Höfðatorgi 2015 og klárast 2016 en nú eru verklok áætluð í árslok 2017/ársbyrjun 2018. mbl.is/Styrmir Kári

Upp­bygg­ing á fjölda þétt­ing­ar­reita í Reykja­vík hef­ur taf­ist og verður fram­boð nýrra íbúða í borg­inni á næstu árum því minna en út­lit var fyr­ir. Munu taf­irn­ar að óbreyttu viðhalda eft­ir­spurn­arþrýst­ingi á fast­eigna­markaði í Reykja­vík­ur­borg.

Lítið hefur farið fyrir framkvæmdum við Kirkjusand
Lítið hef­ur farið fyr­ir fram­kvæmd­um við Kirkju­sand Höf­und­ur er ASK arki­tekt­ar

Hér til hliðar má sjá dæmi um hvernig upp­haf­leg áform á mörg­um reit­um hafa ekki gengið eft­ir. Skal tekið fram að upp­bygg­ing í Laug­ar­nes­inu, á svo­nefnd­um Kassa­gerðarreit, er á hug­mynda­stigi. Þá ber að hafa í huga að margt get­ur orðið til taf­ar við fram­kvæmd­ir af þessu tagi, til dæm­is at­huga­semd­ir ná­granna.

Sam­tals eiga að rísa u.þ.b. 2.500 til 2.750 íbúðir á þess­um reit­um.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins í verk­taka­geir­an­um skýr­ast taf­irn­ar meðal ann­ars af því hversu þungt skipu­lags­ferlið er í vöf­um. Af­greiðslu­ferlið hjá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði þykir tíma­frekt og hafa at­huga­semd­ir við atriði á borð við fyr­ir­komu­lag sorp­hirðu tafið stór verk­efni. Jafn­framt sé tíma­frek­ara og flókn­ara að byggja á reit­um þar sem byggðin er gró­in og nauðsyn­legt er að rífa bygg­ing­ar og finna at­vinnu­starf­semi nýj­an stað.

Tafir á þéttingu byggðar í Reykjavík
Taf­ir á þétt­ingu byggðar í Reykja­vík Grafík­deild Morg­un­blaðsins

Tveggja ára töf í Ein­holti

Á Ein­holts­reit eru að rísa um 200 Bú­seta­í­búðir. Af­hend­ing íbúða í 1. áfanga mun fara fram um tveim­ur árum síðar en rætt var um í upp­hafi.

Haustið 2013 boðaði Dag­ur B. Eggerts­son, þáv. formaður borg­ar­ráðs og nú­ver­andi borg­ar­stjóri, að nýtt hverfi í Vest­ur­bugt, vest­ur af Slippn­um við Reykja­vík­ur­höfn, yrði til­búið 2016 til 2017. Fram kom í kynn­ingu borg­ar­stjóra í nóv­em­ber sl. að 170 íbúðir yrðu í hverf­inu. Loka­hönn­un þess er ekki lokið.

Framkvæmdir við seinni áfanga við Mánatún áttu að standa yfir …
Fram­kvæmd­ir við seinni áfanga við Mána­tún áttu að standa yfir 2015/​2016 en nú stend­ur til að hon­um ljúki 2017. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Miðað var við um 200 íbúðir í Laug­ar­nes­inu þegar Morg­un­blaðið ræddi við Gísla Gísla­stjóra, hafn­ar­stjóra Faxa­flóa­hafna, í októ­ber 2014. Verk­efnið er á hug­mynda­stigi.

Næst kem­ur Ing­ólf­s­torg en á kynn­ing­ar­fundi borg­ar­yf­ir­valda í nóv­em­ber 2014 var rætt um 19 íbúðir. Hönn­un hús­anna er hluti af svo­nefnd­um Lands­s­ímareit sem nú er í loka­hönn­un. Óvíst er hvort íbúðirn­ar verða til­bún­ar fyr­ir árs­lok 2017.

Fyrstu íbúðir í Vogabyggð áttu að koma í sölu árið …
Fyrstu íbúðir í Voga­byggð áttu að koma í sölu árið 2016 en þar er verk­efnið ekki hafið. Mynd/​Reykja­vík

Aust­ur­höfn er meðal stórra verk­efna sem hafa taf­ist. Ann­ars veg­ar er um að ræða Aust­ur­höfn, reiti 1 og 2, eða svo­nefnt Hafn­ar­torg. Fram­kvæmd­ir við 80 íbúðir og skrif­stofu- og versl­un­ar­hús­næði á reitn­um áttu að hefjast í fyrra­haust en hafa taf­ist vegna um­deilds hafn­argarðs og í kjöl­far at­huga­semda Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, við hönn­un mann­virkja á Hafn­ar­torgi. Viðræður standa yfir milli aðila um fram­haldið.

Hins veg­ar er um að ræða íbúðir á reit 5 við Aust­ur­höfn. Áætlað var í kynn­ingu borg­ar­yf­ir­valda í nóv­em­ber 2014 að upp­bygg­ing 70-110 íbúða á reitn­um gæti haf­ist 2015.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þingvangi er upp­bygg­ing á Brynjureit að hefjast og áætl­ar Pálm­ar Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, að verklok verði að óbreyttu haustið 2017. Þar verða byggðar 77 íbúðir. Áætlaði borg­in í kynn­ingu haustið 2014 að upp­bygg­ing­in hæf­ist 2015.

Tölvuteikningar af íbúðum við Einholt/Þverholt. Stefnt var að því að …
Tölvu­teikn­ing­ar af íbúðum við Ein­holt/Þ​ver­holt. Stefnt var að því að af­henda fyrstu íbúðirn­ar vorið 2014 en fyrstu verða vænt­an­lega af­hent­ar í ár og þær síðustu árið 2018.

Höfðatorgið á eft­ir áætl­un

Upp­bygg­ing íbúðat­urns á Höfðatorgi hef­ur einnig taf­ist. Borg­in áætlaði haustið 2014 að verk­inu lyki 2016 en nú er út­lit fyr­ir að turn­inn verði til­bú­inn í árs­lok 2017, eða í árs­byrj­un 2018. Þar verða 94 íbúðir.

Það sama gild­ir um Mána­túnið, skammt frá Höfðatorgi, að þar er upp­bygg­ing­in hæg­ari en borg­in áætlaði um haustið 2014. Þar á eft­ir að reisa 89 íbúðir og áætlaði einn arki­tekta verks­ins að þær yrðu til­bún­ar 2017. Borg­in áætlaði hins veg­ar í kynn­ingu sinni haustið 2014 að íbúðirn­ar yrðu til­bún­ar á þessu ári.

Þá eru fram­kvæmd­ir á Sig­túns­reit ekki hafn­ar en haustið 2014 áætlaði borg­in að þær myndu hefjast árið 2015. Þar verða um 100 íbúðir.

Taf­ir hafa orðið á upp­bygg­ingu Voga­byggðar en þar er eitt stærsta þétt­ing­ar­verk­efnið. Áformað er að byggja 1.100-1.300 íbúðir á svæðinu. Upp­bygg­ing á Kirkju­sands­reit hef­ur líka taf­ist en þar verða 300 íbúðir.

Þessi listi er ekki tæm­andi og er upp­bygg­ing íbúða á Hlíðar­enda meðal verk­efna sem hér er sleppt.

Tillögur að þéttingu byggðar í Vesturbugt. Hefja átti framkvæmdir 2014 …
Til­lög­ur að þétt­ingu byggðar í Vest­ur­bugt. Hefja átti fram­kvæmd­ir 2014 en staðan í dag er sú að verk­efnið er ekki hafið.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert