Vill að stjórn Landsbankans víki

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Dag eft­ir dag er okk­ur boðið upp á farsa, farsa í boði Lands­bank­ans og Borg­un­ar. Það er ekki boðlegt hvernig þess­ir aðild­ar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og banka­stjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borg­un­ar kom­ist ekki und­an því að tak­ast á við sinn þátt máls­ins. Það má vel vera að þessi gjörn­ing­ur sé lög­leg­ur en hann er al­ger­lega siðlaus gagn­vart ís­lensku þjóðinni sem ég tel hafa orðið af mikl­um fjár­mun­um í sam­eig­in­lega sjóði.“

Þetta sagði Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í dag í umræðum um störf þings­ins. „Við erum að tala um traust og trú­verðug­leika og við erum að tala um að við erum kom­in með í fangið banka sem ég hef mikl­ar áhyggj­ur af að fari í gam­al­kunn­ug­an far­veg. Við les­um líka í dag um millj­arðabón­us­greiðslur sem nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn ís­lenska eignaum­sýslu­fé­lags­ins ALMC, þ.e. gamla Straums–Burðaráss, fá upp í hend­urn­ar. Þar er viðhorf manna að þetta sé bara allt hið besta mál og eðli­legt því að í þjóðfé­lag­inu sé uppi allt önn­ur staða en rétt eft­ir hrun.“

Bjarkey benti á að þarna væru á ferðinni veru­lega háar greiðslur, millj­arðar. „Við erum að fara aft­ur til fyr­ir­hruns­ár­anna. Það er eng­inn lær­dóm­ur, virðulegi for­seti. Finnst okk­ur eitt­hvað skrýtið að stór­um hluta lands­manna blöskri hvernig þetta er og hafi enga til­trú á fjár­mála­kerf­inu?“ Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók í sama streng og sagði málið farið að snú­ast um mun meira en söl­una á Borg­un. Það sner­ist um traust og trú­verðug­leika Lands­bank­ans sjálfs.

„Það þarf að koma í veg fyr­ir að Lands­bank­inn verði fyr­ir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf ein­fald­lega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaum­gæfi­legr­ar at­hug­un­ar og að yf­ir­stjórn Lands­bank­ans víki.“

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert