Ekki fluttir úr landi í nótt

Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður tveggja hælisleitenda sem stóð til að …
Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður tveggja hælisleitenda sem stóð til að flytja úr landi í nótt.

Búið er að fresta beiðni um flutning beggja umbjóðenda Ragnars Aðalsteinssonar úr landi í nótt. Hann mun sækja um endurskoðun hjá kærunefnd útlendingamála og biðja um hæli af mannúðarástæðum fyrir þá. Til stóð að flytja mennina tvo til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 

Ragnar staðfestir þetta í samtali við mbl.is rétt í þessu. 

Um er að ræða þá Christian Boadi og Martin Omulu. Mennirnir eru frá Nígeríu og Ghana og hafa dvalið hér á landi í fjögur ár. Þeir eru báðir með atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. 

Frestunin á við um hælisleitendurna þrjá sem stóð til að flytja úr landi í nótt. 

Frétt mbl.is: Verða fluttir úr landi í nótt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert