Þjóðaratkvæði ef 15% vilja það

Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, á fundi hennar.
Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, á fundi hennar. mbl.is/Kristinn

Tekist hefur samkomulag í stjórnarskrárnefnd um breytingar á stjórnarskránni hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindamál og umhverfismál. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Stjórnarskrárnefndin var skipuð af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra árið 2013 en í henni sitja fulltrúar allra flokka á Alþingi.

Fram kemur í fréttinni að stjórnarskrárnefndin hafi fundað í gær þar sem samkomulag hafi náðst um ákvæði í stjórnarskrána um að hægt verði að krefjast þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingis hefur samþykkt ef 15% atkvæðabærra manna styðji það. Einnig hafi náðst samkomulag um ákvæði þess efnis að auðlindir séu í þjóðareign og að eðlilegt gjald komi fyrir nýtingu þeirra og að kveðið verði á um mikilvægi þess að gengið sé um náttúruna á sjálfbæran hátt.

Stjórnarskrárnefnd fundar á morgun á nýjan leik og er stefnt að því að hún skili af sér tillögum sínum fyrir helgi samkvæmt fréttinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert