Þjóðaratkvæði ef 15% vilja það

Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, á fundi hennar.
Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, á fundi hennar. mbl.is/Kristinn

Tek­ist hef­ur sam­komu­lag í stjórn­ar­skrár­nefnd um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni hvað varðar þjóðar­at­kvæðagreiðslur, auðlinda­mál og um­hverf­is­mál. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Rík­is­út­varps­ins. Stjórn­ar­skrár­nefnd­in var skipuð af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráðherra árið 2013 en í henni sitja full­trú­ar allra flokka á Alþingi.

Fram kem­ur í frétt­inni að stjórn­ar­skrár­nefnd­in hafi fundað í gær þar sem sam­komu­lag hafi náðst um ákvæði í stjórn­ar­skrána um að hægt verði að krefjast þjóðar­at­kvæðis um lög sem Alþing­is hef­ur samþykkt ef 15% at­kvæðabærra manna styðji það. Einnig hafi náðst sam­komu­lag um ákvæði þess efn­is að auðlind­ir séu í þjóðar­eign og að eðli­legt gjald komi fyr­ir nýt­ingu þeirra og að kveðið verði á um mik­il­vægi þess að gengið sé um nátt­úr­una á sjálf­bær­an hátt.

Stjórn­ar­skrár­nefnd fund­ar á morg­un á nýj­an leik og er stefnt að því að hún skili af sér til­lög­um sín­um fyr­ir helgi sam­kvæmt frétt­inni

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert