Björgunarfélag Hornafjarðar hefur verið kallað að Jökulsárlóni þar sem fjöldi ferðalanga er í vandræðum. Samkvæmt fyrstu fréttum af staðnum eru 40-50 ferðamenn á jaka sem rekið hefur frá landi og þurfa aðstoð við að komast á þurrt.
Ekki er talið að fólkið sé í bráðri hættu sem stendur. Nokkrar mínútur eru þar til björgunarsveitin kemur á staðinn, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.
Beiðni um aðstoð barst kl. 14.53 í gegnum Neyðarlínuna.
Frétt mbl.is: Heimatilbúið viðvörunarskilti við lónið