Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, segir að allir ferðamenn sem komi til landsins eigi að greiða 3.000 til 5.000 krónur í sameiginlegan sjóð sem styðja muni við uppbyggingu og náttúruvernd.
Framlagið verði hugsað sem viðurkenning fyrir framlag til uppbyggingarinnar, segir Friðrik í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.
„Viðurkenningin mun engu breyta um áhuga fólks á að koma til landsins, ekki nokkru,“ segir Friðrik.