„Búvörur hér á landi eru 68% dýrari frá bændum en á heimsmarkaðsverði,“ segir Ásgeir Friðrik Heimisson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun HÍ.
Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins um landbúnaðarkerfið og sagt er frá á vefsíðunni Rómur.
Í samtali við ViðskiptaMoggann í dag segir Ásgeir, að samkvæmt mati OECD sé afurðaverð frá bændum hér á landi mun hærra en heimsmarkaðsverð, sé miðað við stuðul sem sýnir afurðaverð til bænda sem hlutfall af innflutningsverði. Með búvörum er átt við mjólkurvörur, nautgripi, svínakjöt, fuglakjöt, kindakjöt og egg.