Lokun að Laugarvatni þykir vera líkleg

Aðsetur náms í íþrótta- og heilsufræði hefur lengi verið í …
Aðsetur náms í íþrótta- og heilsufræði hefur lengi verið í þessu húsi og er starfsemin ein af mikilvægustu undirstöðum í byggðarlaginu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Háskólaráð Háskóla Íslands tekur á fundi sínum í dag ákvörðun um hvort nám í íþrótta- og heilsufræði flytjist frá Laugarvatni til Reykjavíkur í haust.

Verði það niðurstaðan munu nemendur sem hefja námið á 1. ári stunda það í Reykjavík en þeir sem eru á 2. og 3. ári ljúka því að Laugarvatni.

„Það verður að gera breytingar. Menntun á þessu sviði er mikilvæg fyrir íslenskt samfélag en aðsókn að náminu hefur minnkað verulega og við því verður að bregðast,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í umfjöllun um málefni íþróttakennslunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert