Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að það verði mikill missir af Katrínu Júlíusdóttur úr stjórnmálum og af Alþingi, en hún hefur tilkynnt flokksfélögum sínum að hún ætli að hætta á Alþingi eftir næstu þingkosningar. „Ég sakna hennar nánast nú þegar,“ skrifar Dagur.
Þetta kemur fram í pistli sem Dagur birtir á Facebooksíðu sinni. Hann bendir á að það sé í hennar stíl að taka þessa ákvörðun algjörlega á eigin forsendum.
Þá veltir Dagur því upp hvort Katrín sé sú þingkona sem sé með langmesta þingreynslu, en hún tók sæti á þingi árið 2003. „Telst til að hún sé reyndar eina núverandi þingkonan sem hafi setið lengur en tíu ár á Alþingi.“
það verður mikill missir af Kötu úr pólítik og þingi. En það er líka í hennar stíl að taka þessa ákvörðun algjörlega á...
Posted by Dagur B. Eggertsson on 18. febrúar 2016
Frétt mbl.is: „Áfall fyrir flokkinn“