„Ég sakna hennar nánast nú þegar“

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Golli

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, seg­ir að það verði mik­ill miss­ir af Katrínu Júlí­us­dótt­ur úr stjórn­mál­um og af Alþingi, en hún hef­ur til­kynnt flokks­fé­lög­um sín­um að hún ætli að hætta á Alþingi eft­ir næstu þing­kosn­ing­ar. „Ég sakna henn­ar nán­ast nú þegar,“ skrif­ar Dag­ur.

Þetta kem­ur fram í pistli sem Dag­ur birt­ir á Face­booksíðu sinni. Hann bend­ir á að það sé í henn­ar stíl að taka þessa ákvörðun al­gjör­lega á eig­in for­send­um.

Þá velt­ir Dag­ur því upp hvort Katrín sé sú þing­kona sem sé með lang­mesta þingreynslu, en hún tók sæti á þingi árið 2003. „Telst til að hún sé reynd­ar eina nú­ver­andi þing­kon­an sem hafi setið leng­ur en tíu ár á Alþingi.“

Frétt mbl.is: „Áfall fyr­ir flokk­inn“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert