Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að mikill missir verði af Katrínu Júlíusdóttur, varaformanni flokksins, en hún hefur tilkynnt að hún ætli að hætta á Alþingi eftir næstu þingkosningar.
Á Facebook-síðu sinni segir Árni það vera umhugsunarefni hversu stutt öflugar konur stoppi í stjórnmálum. Hann bætir við að hún sé glæsilegur fulltrúi jafnaðarmanna og að hún hafi fylgt hugmynd sinni um markaðsátakið Inspired By Iceland eftir af harðfylgi.
Það verður missir að reynslumestu þingkonu landsins (og umhugsunarefni hversu stutt öflugar konur stoppa í stjórnmálum)....
Posted by Árni Páll Árnason on 18. febrúar 2016
Frétt mbl.is: „Ég sakna hennar nánast nú þegar“
Frétt mbl.is: „Áfall fyrir flokkinn“
Frétt mbl.is: Katrín hættir á Alþingi