„Þetta er algjörlega óboðlegt“

mbl.is/Styrmir Kári

Mót­mæli standa nú yfir fyr­ir fram­an inn­an­rík­is­ráðuneytið við Sölv­hóls­götu en þar eru nokkr­ir tug­ir manna sam­an komn­ir til að lýsa yfir stuðningi við fjóra hæl­is­leit­end­ur, en þar til seint í gær­kvöldi stóð til að vísa þrem­ur þeirra úr landi í nótt.

Að mót­mæl­un­um standa sam­tök­in No Bor­ders Ice­land og Ekki fleiri brott­vís­an­ir auk Sam­tak­anna 78. Seg­ir í yf­ir­skrift þeirra að þau skori á ráðherra að „hætta að fela sig á bak við and­lits­lausa skriff­inna Útlend­inga­stofn­un­ar.“

Mót­mæl­in hafa hingað til farið friðsam­lega fram en fólk leik­ur á hljóðfæri við inn­gang ráðuneyt­is­ins. Mót­mæl­end­ur kröfðust fund­ar við Ólöfu en fengu þau svör að hún væri ekki við. Ræddu mót­mæl­end­ur þá við skrif­stofu­stjóra ráðuneyt­is­ins auk þess sem hver sam­tök lásu upp yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar.

Frétt mbl.is: Stýr­ir al­menn­ings­álit ákvörðunum?

Jór­unn Edda Helga­dótt­ir talsmaður No Bor­ders Ice­land seg­ir í sam­tali við mbl.is að henni þyki meðferð máls­ins hjá hinu op­in­bera vera afar óeðli­leg.

„Til viðbót­ar við að þess­ar ákv­arðanir séu ómannúðleg­ar og brjóti á mann­rétt­ind­um fólks, þá er mjög greini­legt að vilji fólks­ins í land­inu stend­ur þannig til að það sé öðru­vísi tekið á þess­um mál­um. Ráðamenn þurfa að fara að hlusta á það.“

mbl.is/​Styrm­ir Kári

Gengið tveim­ur börn­um í föðurstað

Spurð af hverju mót­mæl­in hafi verið skipu­lögð við inn­an­rík­is­ráðuneytið frem­ur en hús­næði Útlend­inga­stofn­un­ar seg­ir Jór­unn:

„Útlend­inga­stofn­un er nátt­úru­lega und­ir­stofn­un inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og svo virðist vera sem stefna stofn­un­ar­inn­ar sé mótuð í mikl­um mæli af þeim sem fer fyr­ir ráðuneyt­inu. Þegar það er rætt við Útlend­inga­stofn­un þá fást jafn­an þau svör að það sé ekk­ert hægt að gera. En inn­an­rík­is­ráðherra get­ur ekki borið það sama fyr­ir sig. Hún gef­ur mjög aug­ljós­lega stefnu­mót­andi skip­an­ir og meðferð mál­anna fer greini­lega eft­ir þeim.“

Að sögn Jór­unn­ar hef­ur einn hæl­is­leit­end­anna, Ida­fe Ona­fe Og­hene frá Níg­er­íu, átt ís­lenska kær­ustu til langs tíma.

„Hann hef­ur að miklu leyti gengið börn­um henn­ar tveim­ur í föðurstað. En eins og þetta stóð til í gær þá sá hann ekki fram á að geta sagt bless. Þess­ir menn hafa verið hérna árum sam­an og mótað sitt líf, komið sér upp vin­um og fjöl­skyldu. Nú á bara að fara að slíta þá frá því sem þeir hafa byggt upp hér í ís­lensku sam­fé­lagi, með eng­um fyr­ir­vara. Þetta er al­gjör­lega óboðlegt.“

mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert