Lögreglan á Suðurlandi ásamt mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu handtóku í dag mann í Vík í Mýrdal vegna gruns um mansal. Fjölmennt lið lögreglumanna var á staðnum og fundust tvær konur sem hafa stöðu þolenda í málinu. Það er Vísir sem segir frá málinu.
Þegar mbl.is náði tali af lögreglunni á Suðurlandi fengust þau svör að ekki væri hægt að tjá sig um málið. Hvorki fékkst staðfest að handtaka hefði átt sér stað eða að um væri að ræða mansalsmál. Mun lögreglan ekki tjá sig um það fyrr en á morgun.
Samkvæmt Vísi hafði lögreglan fengið ábendingu um að konurnar væru nýttar sem þrælar til vinnu.