Helgi Hjörvar gefur kost á sér

Helgi Hjörvar og eiginkona hans Þórhildur Elínardóttir.
Helgi Hjörvar og eiginkona hans Þórhildur Elínardóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Við þurf­um að gera breyt­ing­ar í Sam­fylk­ing­unni. Ég hef ákveðið að nota þetta tæki­færi og gefa kost á mér í for­manns­fram­boð,“ seg­ir Helgi Hjörv­ar, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í viðtali við Frétta­blaðið í dag.

Á dög­un­um var samþykkt að flýta lands­fundi flokks­ins og verður kosið um nýj­an formann. „Og ég hvet alla sem telja sig hafa er­indi að gera slíkt hið sama, seg­ir í Helgi í viðtal­inu við Frétta­blaðið en hann vill gera breyt­ing­ar á Sam­fylk­ing­unni:

Hvaða breyt­ing­ar?

„Við höf­um verið að segja að allt sé ómögu­legt og verði ómögu­legt á meðan við höf­um ís­lensku krón­una. Það verði all­ir bara að bíða eft­ir evr­unni. En hún er ekk­ert að koma í ná­inni framtíð. Það var hægt að hafa þessa skoðun þegar við átt­um mögu­leika á hraðri inn­göngu í ESB, strax eft­ir hrun. Núna verður jafnaðarmanna­flokk­ur sem ætl­ar að hafa póli­tík fyr­ir ungt fólk, fólk með meðal­tekj­ur og lægri tekj­ur, að reyna að skapa bæri­leg vaxta­kjör og bæri­leg­an fjár­mála­markað. Það sker mest í aug­un þegar við ber­um sam­an lífs­kjör hér og í ná­granna­lönd­um. Við verðum að segja fákeppn­inni á banka­markaði, spill­ingu, stríð á hend­ur. Kalla eft­ir rót­tæk­um skipu­lags­breyt­ing­um, eins og að skilja á milli fjár­fest­inga- og viðskipta­banka. Við þurf­um að draga úr kostnaði við bank­ana, setja skorður við hvað má inn­heimta af fólki í þjón­ustu­gjöld. Taka upp verðtrygg­ing­ar­mál­in og ég gæti haldið áfram. Taka af­stöðu með fólk­inu gegn fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um,“ seg­ir Helgi í viðtali við Frétta­blaðið er viðtalið má lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert