Þurfa 40% stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu

37.000 manns gætu kraf­ist þjóðar­at­kvæðagreiðslu sam­kvæmt drög­um að nýju ákvæði um þjóðar­at­kvæðagreiðslur í stjórn­ar­skrá Íslands sem stjórn­ar­skrár­nefnd kem­ur til með að leggja fram í dag eft­ir fund sinn.

Til sam­an­b­urðar hafa rúm­lega 70.000 manns skrifað und­ir und­ir­skrifta­söfn­un Kára Stef­áns­son­ar um frek­ari fram­lög rík­is­ins til heil­brigðis­kerf­is­ins.

Stefnt er að því að leggja frum­vörp­in fram á vorþingi en þau þurfa að hljóta stuðning 2/​3 hluta at­kvæða á Alþingi og stuðning meiri­hluta gildra at­kvæða í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, sem sé jafn­framt að minnsta kosti 40% kosn­inga­bærra manna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert