37.000 manns gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt drögum að nýju ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrá Íslands sem stjórnarskrárnefnd kemur til með að leggja fram í dag eftir fund sinn.
Til samanburðar hafa rúmlega 70.000 manns skrifað undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar um frekari framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins.
Stefnt er að því að leggja frumvörpin fram á vorþingi en þau þurfa að hljóta stuðning 2/3 hluta atkvæða á Alþingi og stuðning meirihluta gildra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem sé jafnframt að minnsta kosti 40% kosningabærra manna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.