Viðmið bankanna ströng

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, seg­ir að sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem efna­hags- og fjár­málaráðuneytið hafi verið að safna frá fjár­mála­kerf­inu séu lík­ur á því að um 40% þeirra sem taka verðtryggð jafn­greiðslu­lán til 40 ára gætu ekki tekið slík lán til 25 ára, ef há­marks­tími lán­anna væri stytt­ur um 15 ár, vegna þess að viðkom­andi myndu ekki kom­ast í gegn­um greiðslu­mat.

„Það hef­ur legið fyr­ir all­an tím­ann, sam­kvæmt skýrslu nefnd­ar um af­nám verðtrygg­ing­ar á nýj­um neyt­endalán­um, frá því í janú­ar 2014, að ef farið yrði í að banna 40 ára verðtryggð jafn­greiðslu­lán, þá myndi greiðslu­byrði lán­tak­enda verða þyngri.

Þannig þyrfti að grípa til ein­hverra aðgerða til að koma til móts við þá hópa sem hafa lægst­ar ráðstöf­un­ar­tekj­ur. Það verður hins veg­ar að segj­ast al­veg eins og er, að það kem­ur á óvart að það sé þetta hátt hlut­fall lán­tak­enda, sem hafa á sl. ári verið að taka lán til 40 ára, sem myndi ekki stand­ast greiðslu­mat fyr­ir 25 ára láni,“ seg­ir fjár­málaráðherra í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert