Ert þú á einni myndinni?

Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson. Úr röð ljósmynda sem Guðmundur Ingólfsson tók á …
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson. Úr röð ljósmynda sem Guðmundur Ingólfsson tók á afmæli Reykjavíkur 1986, fyrir tímaritið Ung.

Guðmund­ur Ing­ólfs­son ljós­mynd­ari sló upp tjaldi í miðborg­inni á 200 ára af­mæli Reykja­vík­ur 18. ág­úst 1986 og tók mynd­ir af ung­menn­um sem voru að halda upp á dag­inn. Nú vill hann hitta fólkið aft­ur og end­ur­taka leik­inn.

Nokkr­ar ljós­mynd­anna birt­ust skömmu síðar í UNG og síðan hef­ur tím­inn liðið og mynd­irn­ar, sem sýna á ein­stak­lega for­vitni­leg­an hátt tísku og tíðarand­ann hjá ungu fólki á þess­um tíma, legið óhreyfðar á film­um Guðmund­ar. 

Hann hef­ur áhuga á að fá að ljós­mynda fólkið aft­ur og þá helst í sama hópi og áður. Þeim sem taka þátt heit­ir hann kópí­um af gömlu mynd­inni og þeirri nýju.

Net­fang Guðmund­ar er imynd@sím­net.is og er hægt að skoða all­ar mynd­irn­ar hér.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert