Lögreglunámið verði fært á háskólastig

Nemar í Lögregluskólanum æfa sig í umferðarstjórnun og hraðamælingar.
Nemar í Lögregluskólanum æfa sig í umferðarstjórnun og hraðamælingar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Innanríkisráðuneytið birti á vef sínum í gærkvöldi drög að lagafrumvarpi um lögreglunám. Samkvæmt því verður námið fært á háskólastig og er það til samræmis við fyrirkomulagið annars staðar á Norðurlöndum.

Í stað þess að ljúka grunnnámi lögreglumanna á einu ári í Lögregluskólanum stendur nú til að lengja námið í tvö ár, sem lyki með diplómaprófi á háskólastigi. Eins árs framhaldsnám verður í boði til að hljóta titilinn lögreglufræðingur.

Í bráðabirgðaákvæði frumvarpsins er gert ráð fyrir að þeir sem stunda nám við Lögregluskóla ríkisins við gildistöku laganna eigi rétt á að ljúka því námi miðað við gildandi námsskipulag og skal því vera lokið fyrir 30. september, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert