„Sama hverju dýft er í sjó“

Félagarnir á Bárði SH 81 komu með 22 tonn að …
Félagarnir á Bárði SH 81 komu með 22 tonn að landi í fyrradag úr tveimur trossum. Pétur yngri Pétursson heldur á vænum þorski Ljósmynd/ Björn Arnaldsson

„Það er alveg sama hverju dýft er í sjóinn, það er mokfiskirí í öll veiðarfæri,“ segir Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, um aflabrögðin síðustu daga.

„Janúarmánuður var besti janúar síðan 2009, bæði gott tíðarfar og fínt fiskirí. Febrúar hefur sömuleiðis verið góður og tíðin skárri en í fyrra. Það er sama hvort menn róa með dragnót, net eða línu, það eru allir að fiska og þorskurinn er af stærstu gerð.“

Gott veður var til sjósóknar í fyrradag, flestir bátar á sjó og afli almennt góður. Dagurinn var þó ekki sá stærsti á vertíðinni því fyrir tíu dögum komu alls um 560 tonn á land í höfnum Snæfellsbæjar; Rifi, Ólafsvík og Arnarstapa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert