Þetta er frágengið mál

Skiptar skoðanir eru um ágæti nýja búvörusamningsins.
Skiptar skoðanir eru um ágæti nýja búvörusamningsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er búið að undirrita þessa samninga og málið er frá,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Nýir búvörusamningar milli ríkisins og fulltrúa bænda voru undirritaðir síðastliðinn föstudag og kveðst ráðherrann ánægður með niðurstöðuna.

Borið hefur á óánægju með samningana og meðal annars hefur Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýst yfir andstöðu. Ætla má því að einhver meiningarmunur sé innan stjórnarflokkanna um afgreiðslu málsins þegar það kemur til umfjöllunar á Alþingi.

Heildarútgjöld ríkisins vegna samningsins á næsta ári verða 13 milljarðar króna. Þá tölu setur forsætisráðherra í samhengi við að ríkið hafi til dæmis aukið framlög sín til heilbrigðismála um alls 19 milljarða króna milli áranna 2015 og 2016, að því er fram kemur í umfjöllun um nýja búvörusamninginn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert