Mikilvægt fyrir lýðræðislega umræðu

Pétur Gunnlaugsson á kjörstað. Hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur …
Pétur Gunnlaugsson á kjörstað. Hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/Pressphotos.biz

Pét­ur Gunn­laugs­son, út­varps­maður og héraðsdóms­lögmaður, seg­ir niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur í morg­un þegar hann var sýknaður af kæru vegna meiðandi um­mæla vera mik­il­væga fyr­ir lýðræðis­lega umræðu.

Frétt mbl.is: Pét­ur sýknaður af meiðyrðakæru

Pét­ur vís­ar í for­send­ur dóm­ar­ans í mál­inu en þar seg­ir: „Í lýðræðis­sam­fé­lagi verður al­mennt að gera ráð fyr­ir því að borg­ar­arn­ir séu sjálf­ir fær­ir um að taka mál­efna­lega af­stöðu til um­mæla sem falla í póli­tísk­um deil­um og það sé ekki lýðræðisþróun til fram­drátt­ar ef þátt­tak­end­um í slíkri umræðu er veitt of ríkt svig­rúm til að draga póli­tíska and­stæðinga sína til refsi- og skaðabóta­ábyrgðar fyr­ir ein­stök um­mæli.“

Pét­ur seg­ir þetta vera afar mik­il­vægt í sam­fé­lagi okk­ar. „Við verðum að leggja þunga áherslu á að borg­ar­arn­ir í sam­fé­lag­inu sem eru að ræða um þjóðmál beri ábyrgð á því að tala með mál­efna­leg­um hætti. Ég gerði það. Ég sagði allt satt og rétt frá, þannig að ég þarf ekk­ert að sjá neitt eft­ir því,“ seg­ir hann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert