Mikilvægt fyrir lýðræðislega umræðu

Pétur Gunnlaugsson á kjörstað. Hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur …
Pétur Gunnlaugsson á kjörstað. Hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/Pressphotos.biz

Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og héraðsdómslögmaður, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun þegar hann var sýknaður af kæru vegna meiðandi ummæla vera mikilvæga fyrir lýðræðislega umræðu.

Frétt mbl.is: Pétur sýknaður af meiðyrðakæru

Pétur vísar í forsendur dómarans í málinu en þar segir: „Í lýðræðissamfélagi verður almennt að gera ráð fyrir því að borgararnir séu sjálfir færir um að taka málefnalega afstöðu til ummæla sem falla í pólitískum deilum og það sé ekki lýðræðisþróun til framdráttar ef þátttakendum í slíkri umræðu er veitt of ríkt svigrúm til að draga pólitíska andstæðinga sína til refsi- og skaðabótaábyrgðar fyrir einstök ummæli.“

Pétur segir þetta vera afar mikilvægt í samfélagi okkar. „Við verðum að leggja þunga áherslu á að borgararnir í samfélaginu sem eru að ræða um þjóðmál beri ábyrgð á því að tala með málefnalegum hætti. Ég gerði það. Ég sagði allt satt og rétt frá, þannig að ég þarf ekkert að sjá neitt eftir því,“ segir hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert