Mikil ásókn í hótelrekstur

Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg í bæjarfélaginu á síðustu …
Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg í bæjarfélaginu á síðustu misserum. Fljótt flýgur fiskisagan og nú vilja margir í reksturinn. mbl.is/Styrmir Kári

Nokkur hundruð hótelherbergi eru í undirbúningi í Stykkishólmi og á Sauðárkróki og nærsveitum. Eru þá lögð saman herbergi í byggingu og herbergi sem eru á teikniborðinu.

Talan er varlega áætluð og má nefna að fjölmargir hafa spurt um lóðir fyrir hótel í Stykkishólmi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hringhótelin hyggjast fjölga herbergjum á Hótel Stykkishólmi í 179 og á Sauðárkróki undirbúa fjárfestar 60-80 herbergja hótel. Fram kom í Morgunblaðinu 13. febrúar að 3.300-3.500 hótelherbergi væru í undirbúningi. Þau hótel sem fjallað er um í samantekt blaðsins í dag voru þá ekki meðtalin. Með þeim eru minnst 3.700-3.900 herbergi í undirbúningi í alls 46 verkefnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert