Vill að forsætisráðherra fordæmi

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, fór fram á það á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fordæmdi framgöngu Rio Tinto Alcan í kjarabaráttu starfsmanna álversins í Straumsvík.

Árni Páll sagði að framganga fyrirtækksins setti meðal annars svokallað Salek-samkomulag á vinnumarkaði í uppnám sem stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir. Spurði hann Sigmund hvort hann ætlaði að taka málið upp við Rio Tinto Alcan og Samtök atvinnulífsins.

Sigmundur Davíð svaraði á þá leið að hann ætlaðist að sjálfsögðu til þess að allir aðilar á vinnumarkaði færu að kjarasamningum. Þá sagðist hann ekki telja að rétt væri að stjórnvöld hefðu bein afskipti af kjaradeilunni. Beinna lægi við að ræða málin við Samtök atvinnulífsins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert