Vill að Edward Snowden fái hæli

Róbert Marshall
Róbert Marshall mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tökum aftur upp mál Edwards Snowdens á Alþingi. Hann hefur ljóstrað upp um mál sem eiga erindi við alla heimsbyggðina. Bjóðum honum hæli á Íslandi. Verum land gagnsæis og borgaralegra réttinda, lýðræðislegra vinnubragða.“

Þetta sagði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í dag. Rifjaði hann upp að þingsályktunartillaga um að veita bandaríska uppljósrraranum íslenskt ríkisfang hafi verið felld í byrjun kjörtímabilsins. Sagði Róbert sífellt væri „að koma betur og betur í ljós hvers lags þjóðþrifaverk, það má eiginlega segja alþjóðþrifaverk, það var sem Edward Snowden vann þegar hann ljóstraði upp um njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar um borgara og stjórnvöld víða um heiminn.“

Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden.
Bandarískri uppljóstrarinn Edward Snowden. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert