Engar stórhvalaveiðar næsta sumar

Langreyð dregin inn í hvalstöðina í Hvalfirði.
Langreyð dregin inn í hvalstöðina í Hvalfirði. mbl.is/Golli

Eng­ar hval­veiðar verða á veg­um Hvals hf. næsta sum­ar. Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals, staðfest­ir þetta í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag. Hann seg­ir fyr­ir­tækið hafa mætt enda­laus­um hindr­un­um við að koma hvala­af­urðum á markað í Jap­an.

Hann seg­ir hindr­an­irn­ar meðal ann­ars fel­ast í sí­end­ur­tekn­um efna­grein­ing­um þar sem Jap­an­ir beiti yfir 40 ára göml­um aðferðum sem hvergi séu notaðar ann­ars staðar í heim­in­um. Þetta geri þeir þrátt fyr­ir að efna­grein­ing­ar­vott­orð fylgi afurðunum.

„Ef Jap­an­ir taka ekki upp nú­tíma­leg­ar rann­sókn­araðferðir eins og notaðar eru hér á landi, þannig að sam­bæri­leg­um aðferðum sé beitt í báðum lönd­um, mun Hval­ur ekki leng­ur geta stundað hval­veiðar fyr­ir Jap­ans­markað. Jap­an er okk­ar aðal­markaður og þess vegna er þessu sjálf­hætt,“ seg­ir Kristján í blaðinu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert