Viðskiptabankarnir þrír skiluðu samanlagt 107 milljarða króna hagnaði á síðasta ári

Eignir viðskiptabankanna þriggja eru nú komnar yfir 3 þúsund milljarða.
Eignir viðskiptabankanna þriggja eru nú komnar yfir 3 þúsund milljarða. Samsett mynd/Eggert

Viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, högnuðust samtals um 106,7 milljarða króna á síðasta ári.

Þetta er 25,5 milljörðum króna meiri hagnaður en árið 2014 þegar bankarnir högnuðust um 81,2 milljarða króna samanlagt. Heildarhagnaður bankanna var 64,6 milljarðar árið 2013, að því er fram kemur í umfjöllun um afkomu bankanna í Morgunblaðinu í dag.

Landsbankinn birti í gær afkomu sína fyrir árið 2015 og var hagnaður bankans 36,5 milljarðar króna. Fyrr í vikunni greindi Íslandsbanki frá 20,6 milljarða króna hagnaði bankans á síðasta ári og Arion banki tilkynnti um 49,7 milljarða króna hagnað á árinu 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert