Viðskiptabankarnir þrír skiluðu samanlagt 107 milljarða króna hagnaði á síðasta ári

Eignir viðskiptabankanna þriggja eru nú komnar yfir 3 þúsund milljarða.
Eignir viðskiptabankanna þriggja eru nú komnar yfir 3 þúsund milljarða. Samsett mynd/Eggert

Viðskipta­bank­arn­ir þrír, Ari­on banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn, högnuðust sam­tals um 106,7 millj­arða króna á síðasta ári.

Þetta er 25,5 millj­örðum króna meiri hagnaður en árið 2014 þegar bank­arn­ir högnuðust um 81,2 millj­arða króna sam­an­lagt. Heild­ar­hagnaður bank­anna var 64,6 millj­arðar árið 2013, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um af­komu bank­anna í Morg­un­blaðinu í dag.

Lands­bank­inn birti í gær af­komu sína fyr­ir árið 2015 og var hagnaður bank­ans 36,5 millj­arðar króna. Fyrr í vik­unni greindi Íslands­banki frá 20,6 millj­arða króna hagnaði bank­ans á síðasta ári og Ari­on banki til­kynnti um 49,7 millj­arða króna hagnað á ár­inu 2015.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert