„Talaði tungum“ í Grafarvogi

Maðurinn stóð við ljósastaur í Grafarvogi, illa á sig kominn …
Maðurinn stóð við ljósastaur í Grafarvogi, illa á sig kominn vegna fíkniefnaneyslu. Sigurður Bogi Sævarsson

Lögregla fékk tilkynningu á tólfta tímanum í gærkvöldi um karlmann sem var illa á sig kominn í Grafarvogi.

Maðurinn stóð við ljósastaur og var „algjörlega týndur sökum fíkniefnaneyslu og talaði tungum“, líkt og segir í tilkynningu frá lögreglu.

Maðurinn var skilríkjalaus og gat ekki gert grein fyrir sér. Hann var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem hann verður vistaður í fangageymslu þar til víman rennur af honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert