Barni ungs íslensks pars rænt

Baldvin Z segir stærsta áfangann að tryggja birtingu.
Baldvin Z segir stærsta áfangann að tryggja birtingu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Barni ungs íslensks pars er rænt á erlendri grundu. Meira gef ég ekki upp að svo stöddu,“ segir Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri stríðnislega og vísar til söguþráðar sjónvarpsþáttaseríu sem hann er með á teikniborðinu. Sjónvarp Símans hefur fest kaup á sýningarréttinum og geta Baldvin og félagar því farið að snúa sér að handritsskrifum og frekari þróun hugmyndarinnar. Um er að ræða þrettán þætti og er fyrirhugað að serían verði tilbúin eftir tvö til þrjú ár.

„Þessi sería hefur verið í hægri og góðri þróun og nú þegar Síminn hefur keypt hana af okkur getum við farið að láta hendur standa fram úr ermum. Það er alltaf stærsti áfanginn að tryggja að einhver vilji sýna efnið. Við erum mjög ánægðir að hafa eins öflugan aðila og Símann á bak við okkur,“ segir Baldvin en fjármögnun verkefnisins heldur eigi að síður áfram.

Nánar er rætt við Baldvin Z í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka