Hægri grænir heyra sögunni til

Íslenska þjóðfylkingin.
Íslenska þjóðfylkingin.

Aðal­fund­ur Hægri grænna samþykkti ein­róma á aðal­fundi sín­um í dag að leggja flokk­inn niður og ganga til liðs við ný­stofnaðan stjórn­mála­flokk, Íslensku Þjóðfylk­ing­una (Í­Þ), ásamt fleiri hóp­um og ein­stak­ling­um. Í­Þ vill m.a. standa vörð um sjálf­stæði Íslands, taka upp rík­is­dal og hafn­ar hug­mynd­inni um fjöl­menn­ingu á Íslandi.

Flokk­ur­inn vill enn­frem­ur Ísland úr Schengen, stór­efla lög­gæslu, al­menna skulda­leiðrétt­ingu en er al­farið á móti því að mosk­ur verði reist­ar á Íslandi. Þetta er á meðal þess sem kem­ur fram í til­kynn­ingu sem flokk­ur­inn hef­ur sent á fjöl­miðla.

Helgi Helga­son hef­ur verið formaður Hægri grænna und­an­far­in tvö ár. Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann hafi nú tekið að sér for­mennsku í Í­Þ. Aðspurður seg­ir hann að nýi flokk­ur­inn hafi verið stofnaður fyr­ir um tveim­ur mánuðum og nú hefj­ist und­ir­bún­ing­ur fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar sem fara fram á næsta ári. 

„Ég hef tekið að mér að vera talsmaður und­ir­bún­ings­nefnd­ar og bráðabirgðastjórn­ar fram að fram­haldsaðal­fundi,“ seg­ir hann. Þar verði farið bet­ur yfir mál­in fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar.

Fé­lags­mönn­um verður til­kynnt um breyt­ing­una

Aðspurður seg­ir Helgi að stofn­un nýs flokks hafi átt sér nokk­urn aðdrag­anda, eða al­veg frá því hann tók við sem formaður Hægri grænna. Þetta var niðurstaðan á aðal­fundi flokks­ins sem fór fram í dag. Tólf sóttu fund­inn að sögn Helga en um 230 voru skráðir sem flokks­menn í Hægri græna

„Hægri græn­ir þeir ganga þarna inn með manni og mús og það verður þannig að þeir sem voru skráðir í Hægri græna fá póst frá okk­ur þar sem fólki er kynnt þetta, og menn geta þá gert at­huga­semd­ir og beðið þá um að af­skrá sig eða eitt­hvað slíkt,“ seg­ir Helgi en hann kveðst ekki eiga vona á því að mikið verði um úr­skrán­ing­ar.

Þá seg­ir Helgi að fleiri hóp­ar eigi eft­ir að til­kynna um það á næst­unni að þeir hafi gengið til liðs við Í­Þ. 

Ótt­ast ann­an skell

„Mark­miðið er það að bjóða fram í kosn­ing­um, bjóða þetta fram sem val­kost. Það eru marg­ir ekk­ert ánægðir með hvernig fjár­mála­kerfið hef­ur yf­ir­tekið þjóðfé­lagið. Það eru marg­ir eru held­ur ekki ánægðir með það hvernig það virðast vera lausa­tök á t.d. þess­um flótta­manna­mál­um. Rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn hef­ur verið gjald­felld­ur af Alþingi; við erum ekk­ert ánægð með það,“ seg­ir Helgi.

„Við vilj­um fá al­vöru skulda­leiðrétt­ingu. Við telj­um að það sé mik­il þörf fyr­ir skulda­leiðrétt­ingu - það hafi ekki farið fram skulda­leiðrétt­ing, þ.e. að þeir sem þurftu í sjálfu sér ekki mikið á henni að halda hafi fengið. En þeir sem þurftu virki­lega á henni að halda sátu eft­ir. Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur af því að það verði ann­ar skell­ur hérna,“ seg­ir Helgi og bæt­ir við að mikið af þess­um til­lög­um komi úr stefnu­skrá Hægri grænna. Þær eigi enn mikið gildi. 

Vill taka upp rík­is­dal,  herða inn­flytj­enda­lög­gjöf­ina og taka hart á spill­ingu

Grunn­stefna flokks­ins er að standa vörð vörð um full­veldi og sjálf­stæði ís­lands, ís­lenska þjóðmenn­ingu, tungu og siðinn í land­inu.

„Grunn­stefna flokks­ins er ein­stak­lings­frelsi, tak­mörk­un rík­is­af­skipta, gagn­sæ­an sjálf­bær­ann rík­is­rekst­ur (báknið BIRT), beint lýðræði, nátt­úru­vernd, friðsöm og hafta­laus milli­ríkja viðskipti. Í­Þ beit­ir sér ætíð fyr­ir jafn­vægi í byggð lands­ins, mál­efn­um fjöl­skyld­urn­ar, heim­il­anna og smærri fyr­ir­tækja í einka­rekstri sem eru horn­stein­ar sam­fé­lags­ins. Mál­efni ör­yrkja og aldraða eru ætíð í fyr­ir­rúmi og stefnt skal að út­rým­ingu fá­tækt­ar á Íslandi,“ seg­ir í grunn­stefn­unni.

Þá styður ÍÞ aðild Íslands að SÞ, NATO, EFTA og nor­rænu sam­starfi, en hafn­ar al­farið aðild Íslands að ESB og TISA af póli­tísk­um ástæðum. Í­Þ vill Ísland úr Schengen strax og vill hert landa­mæra­eft­ir­lit og mjög herta inn­flytj­enda­lög­gjöf. 

Þá vill flokk­ur­inn stór­efla lög­gæslu, land­helg­is - og toll­gæslu og auka þátt­töku Íslands í eig­in vörn­um. Flokk­ur­inn vill enn­frem­ur upp­töku nýrr­ar mynt­ar (rík­is­dal) sem tengd verði Banda­ríkja­dal og af­nám verðtrygg­ing­ar.

Einnig vill flokk­ur­inn að regl­ur um fjár­mála­fyr­ir­tæki verið stór­hert­ar og einn líf­eyr­is­sjóður verði fyr­ir alla lands­menn. Tekið verði af hörku á spill­ingu og fjár­mála­m­is­ferli.

Flokk­ur­inn styður kristna trú og krist­in gildi og viðhorf, en einnig Ása­trú.

ÍÞ er hins veg­ar al­farið á móti því að mosk­ur verði reist­ar á Íslandi. Flokk­ur­inn vill að bann verði lagt við búrk­um, umsk­urði kvenna af trú­ar­leg­um ástæðum og skól­um íslam­ista á Íslandi. Þá hafn­ar flokk­ur­inn hug­mynd­inni um fjöl­menn­ingu á Íslandi en styður öfl­ug­ar aðgerðir til aðlög­un­ar þeirra sem setj­ast hér að.

Helgi Helgason er formaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar.
Helgi Helga­son er formaður Íslensku Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert