Þingvallanefnd hefur hafnað beiðni um sölu á sumarbústað

Þingvellir hafa gífurlegt aðdráttarafl fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Þingvallanefnd …
Þingvellir hafa gífurlegt aðdráttarafl fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Þingvallanefnd leggur kapp á að standa vörð um þennan helgistað og reynir að fækka bústöðum innan þjóðgarðsins mbl.is/Ómar

Þing­valla­nefnd hef­ur á und­an­förn­um fund­um sín­um fjallað um ósk eldri hjóna, sem eiga sum­ar­bú­stað í þjóðgarðinum, nán­ar til­tekið Kár­astaðalandi, í Neðri­stíg 10, um að fá að selja bú­staðinn banda­rísk­um kunn­ingja­hjón­um sín­um, sem voru reiðubú­in að greiða gott verð fyr­ir bú­staðinn, eða ná­lægt 35 millj­ón­um króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins. Niðurstaða nefnd­ar­inn­ar var að verða ekki við þess­ari ósk og var beiðninni hafnað.

Á for­kaups­rétt

Þing­valla­nefnd á lög­um sam­kvæmt for­kaups­rétt á bú­stöðum sem eru fal­boðnir í þjóðgarðinum. Nefnd­in kannaði hug inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins til máls­ins og voru fyrstu viðbrögð ráðuneyt­is­ins að heim­ila þessi viðskipti.

Þing­valla­nefnd vildi, sam­kvæmt fund­ar­gerðum frá 19. janú­ar 2016, 27. janú­ar 2016, 1. fe­brú­ar 2016 og 8. fe­brú­ar 2016, kynna sér málið nán­ar, leita frek­ara álits inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og lög­fræðilegr­ar ráðgjaf­ar, því ann­ars veg­ar var um það að ræða að hjón­in seldu bú­stað, sem þau eiga sjálf, og hins veg­ar að þau fengju aðgang að lóðal­eigu­samn­ingn­um sem hús­eig­end­ur hafa gert við ríkið, því landið er allt í eigu rík­is­ins.

Þar sem banda­rísku hjón­in eru ekki bú­sett á Evr­ópska efna­hags­svæðinu, var mál­inu á nýj­an leik vísað til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, með vís­an til þess hvað gerðist þegar kín­verski at­hafnamaður­inn Nubo vildi kaupa Grímsstaði á Fjöll­um.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins voru skipt­ar skoðanir um málið í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu, en á end­an­um var er­indið samþykkt á nýj­an leik og barst því aft­ur inn á borð Þing­valla­nefnd­ar.

Við svo búið fékk Þing­valla­nefnd lög­fræðiálit frá Lilju Jón­as­dótt­ur, hjá lög­fræðistof­unni Lex. Í henn­ar áliti kem­ur fram að hún hall­ast frem­ur að því að ósk­inni verði hafnað, þar sem banda­rísku hjón­in séu ekki bú­sett á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Að fengnu þessu áliti ákvað Þing­valla­nefnd að hafna beiðninni um leyfi til sölu. Synj­un­in var samþykkt með fimm at­kvæðum þeirra Sigrún­ar Magnús­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, Har­alds Ein­ars­son­ar, Odd­nýj­ar Harðardótt­ur, Svandís­ar Svavars­dótt­ur og Ró­berts Mars­hall, en hjá sátu full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í nefnd­inni, þau Birg­ir Ármanns­son og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir.

Í bréfi sem Þing­valla­nefnd sendi eig­anda bú­staðar­ins er bent á, að ís­lensku hjón­in geti kært málið og af­greiðsluna til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að afar ólík­legt sé, að sal­an verði samþykkt í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, kæri hjón­in á annað borð ákvörðun Þing­valla­nefnd­ar.

Stefn­an að fækka bú­stöðum

Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra og formaður Þing­valla­nefnd­ar, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær, að ákvörðun Þing­valla­nefnd­ar um að hafna beiðninni, byggðist á því að Þing­valla­nefnd stefndi að því að fækka sum­ar­hús­um í þjóðgarðinum á Þing­völl­um.

„Við í nefnd­inni tók­um þetta mál fyr­ir á fjór­um fund­um, vegna þess að við vild­um vera al­veg ör­ugg um þessa ákvörðun,“ sagði Sigrún.

„Stefn­an hjá okk­ur hef­ur al­farið verið sú að við leyf­um framsal sum­ar­hús­anna til ætt­ingja og erf­ingja, en helst ekk­ert þar fyr­ir utan.

Við höf­um for­kaups­rétt, en við höf­um ekki tök á því að kaupa upp alla bú­staðina. Í ein­staka til­fell­um höf­um við nýtt okk­ur for­kaups­rétt­inn, en til þess höfðum við enga burði í þessu til­viki,“ sagði Sigrún.

„Þing­vell­ir eru sann­ar­lega helg­istaður ís­lensku þjóðar­inn­ar og all­ar stærstu stund­ir þjóðar­inn­ar hafa verið á Þing­völl­um. Það er því dýr­mætt að við höf­um hem­il á massa­t­úr­isma og fjölg­un fjár­sterkra ein­stak­linga á þess­um helg­istað, því maður veit aldrei hver þró­un­in yrði ef opnað yrði á svona viðskipti,“ sagði Sigrún Magnús­dótt­ir.

Frétt mbl.is: Fá ekki að selja út­lend­ing­um bú­stað

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is- og auðlindaráðherra. mbl.is/​Eggert
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert