Ítölsk kona liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu skammt frá Stykkishólmi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er konan með alvarlega áverka en líðan hennar er stöðug.
Tveir aðrir ítalskir ferðamenn voru með henni í bílnum. Þeir liggja einnig á Landspítalanum en fengu ekki jafn alvarlega áverka.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um hálfsexleytið í dag hjá Landspítalanum með ferðamennina.
Frétt mbl.is: Ferðamennirnir alvarlega slasaðir