Samfellt brot málverkafölsunar

„Ég rannsakaði verkin að beiðni dönsku lögreglunnar og vann skýrslur …
„Ég rannsakaði verkin að beiðni dönsku lögreglunnar og vann skýrslur þar sem niðurstaðan var sú að verkin væru fölsuð og tilheyrðu sama hópi verka og við þekkjum úr fölsunarmálinu,“ segir Ólafur Ingi Jónsson, forvörður Listasafns Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki verður lögð fram kæra vegna tveggja verka sem eignuð eru list­mál­ar­an­um Svavari Guðna­syni (1909-1988) þrátt fyr­ir að for­vörður hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að þau séu fölsuð. Danska lög­regl­an lagði hald á verk­in haustið 2014 þegar bjóða átti þau upp en hún tel­ur málið fyrnt. For­vörður seg­ir verk­in til­heyra sama hópi verka og koma úr „stóra mál­verka­föls­un­ar­mál­inu.“

Ég rann­sakaði verk­in að beiðni dönsku lög­regl­unn­ar og vann skýrsl­ur þar sem niðurstaðan var sú að verk­in væru fölsuð og til­heyrðu sama hópi verka og við þekkj­um úr föls­un­ar­mál­inu sem sner­ist um verk eft­ir Svavar Guðna­son og aðra list­mál­ara,“ seg­ir Ólaf­ur Ingi Jóns­son, for­vörður hjá Lista­safni Íslands. Í sept­em­ber árið 2014 lagði danska lög­regl­an hald á tvö verk eft­ir list­mál­ar­ann Svavar Guðna­son í upp­boðshús­inu Bru­un Rasmus­sen í Kaup­manna­höfn rétt áður en upp­boð á verk­un­um átti að fara fram. Eft­ir rann­sókn á verk­un­um mun danska efna­hagslög­regl­an ekki leggja fram kæru þar sem hún tel­ur að brot­in séu fyrnd.

Ekki eru nema fimm ár liðin frá því að verki eft­ir Svavar var skilað aft­ur til sama upp­boðshúss í Dan­mörku og það end­ur­greitt kaup­and­an­um því verkið reynd­ist falsað, að sögn Ólafs Inga.

Angi af „stóra mál­verka­föls­un­ar­mál­inu“

Ólaf­ur Ingi seg­ir verk­in vera anga af „stóra mál­verka­föls­un­ar­mál­inu“ svo­kallaða en tveir hæsta­rétt­ar­dóm­ar féllu vegna ákæru um mál­verka­föls­un, ann­ar árið 1999 og hinn 2004 vegna verka sem gengu kaup­um og söl­um á 10. ára­tug síðustu ald­ar. Í fyrri dómi Hæsta­rétt­ar var fulls­annað að þrjú verk væru fölsuð og var ákærði, galle­ríeig­andi, dæmd­ur fyr­ir skjalafals og fjár­svik en ekki fyr­ir mál­verka­föls­un.

Sak­born­ing­ar í seinna mál­inu, voru eig­andi og viðskipta­fé­lagi Galle­rís Borg­ar. Héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu að 42 mynd­list­ar­verk sem höndlað var með hefðu verið fölsuð, sak­born­ing­arn­ir voru sak­felld­ir og dæmd­ir í sex og fjög­urra mánaða fang­elsi. Í Hæsta­rétti voru þeir sýknaðir vegna form­galla og ástæðan var m.a. sú að vitni í mál­inu var talið van­hæft en það var for­vörður sem starfaði við Lista­safn Íslands en safnið var einnig aðili að mál­inu.

Ekki eldri en frá 1994

Ólaf­ur Ingi tel­ur að fölsuðu verk­in tvö sem nefn­ast Kompositi­on séu ekki mikið eldri en frá ár­inu 1994 og hafi kom­ist í um­ferð á sama tíma og fjöl­mörg fölsuð verk gengu kaup­um og söl­um í Galle­rí Borg á 10. ára­tugn­um. Á þeim tíma var Galle­rí Borg í sam­starfi við dönsku upp­boðshús­in Bru­un Rasmus­sen og Kunst­hal­len. Síðar sam­einuðust þessi tvö dönsku upp­boðshús und­ir heiti Bru­un Rasmus­sen.

„Bæði þessi stóru upp­boðshús í Dan­mörku voru að selja verk og áttu í viðskipt­um við þessa ein­stak­linga, Pét­ur Þór [Gunn­ars­son] og Jón­as [Frey­dal] sem voru sak­felld­ir í héraðsdómi fyr­ir að höndla með fölsuð verk,“ seg­ir Ólaf­ur Ingi. Tengsl mál­verk­anna tveggja sem danska lög­regl­an lagði hald á haustið 2014 við stóra mál­verka­föls­un­ar­málið eru að mati Ólafs Inga með þeim hætti að upp­haf­lega koma þau frá þess­um ein­stak­ling­um á 10. ára­tugn­um.

Annað verk­anna sem Ólaf­ur Ingi tel­ur að séu fölsuð var selt í Gal­e­rí profi­len á Jótlandi árið 1994 á sýn­ingu sem galle­ríið hélt með olíu-, pastel- og vatns­lita­verk­um eft­ir Svavar Guðna­son og þar kaup­ir dansk­ur mál­verka­safn­ari það. Að sögn Ólafs Inga voru milli­göngu­menn að þeirri sýn­ingu Pét­ur Þór hjá Galle­rí Borg og Jón­as Frey­dal. „Um þá sýn­ingu hef ég alltaf sagt að mörg af þeim verk­um sem voru þar voru fölsuð,“ seg­ir Ólaf­ur Ingi. Á þeirri sýn­ingu voru verk frá ekkju Svavars, Ástu Ei­ríks­dótt­ur. „Kannski fara verk­in af heim­ili Ástu, lenda aldrei inni á sýn­ing­unni, eru fölsuð á leiðinni og svo eru fölsuðu verk­in send inn á sýn­ing­una í staðinn fyr­ir hin eða af­brigði af öðrum verk­um líkt og föls­un­in sem hér um ræðir,“ seg­ir Ólaf­ur Ingi.

Nokkr­um árum áður, árið 1991, var boðið upp verkið Kompositi­on eft­ir Svavar Guðna­son í Kunst­hal­len, sem verkið Kompositi­on er stælt eft­ir.

Hitt verkið sem danska lög­regl­an lagði hald á var selt hjá Kunst­hal­len í sept­em­ber árið 1994 og er stæl­ing á „Kos­mísku lands­lagi“ eft­ir Svavar frá ár­inu 1948.

Árið 1998 legg­ur Ólaf­ur Ingi fram gögn til beggja upp­boðshús­anna og dönsku lög­regl­unn­ar um fjölda verka eft­ir ís­lenska list­mál­ara í Dan­mörku sem hann grunaði að væru fölsuð og tengd­ust þess­um upp­boðshús­um í Dan­mörku. Á Íslandi ári síðar, 1999, féll fyrri dóm­ur Hæsta­rétt­ar vegna ákæru um mál­verka­föls­un og þar kom Bru­un Rasmus­sen við sögu.

Ábyrgðin ligg­ur hjá upp­boðshús­inu

Ábyrgðin að selja þessi verk eft­ir Svavar ligg­ur hjá upp­boðshús­inu, Bru­un Rasmus­sen. Það er skylda þess að kanna vel bak­grunn þeirra verka sem það sel­ur og enn brýnna í ljósi aðstæðna, seg­ir Ólaf­ur Ingi. „Það er ekki hægt að kom­ast að neinni ann­arri skyn­sam­legri niður­stöðu en að for­stöðumönn­um beggja þess­ara dönsku upp­boðshúsa, sem bera ábyrgð inn­an þess­ara deilda fyr­ir­tækj­anna, var full­ljóst að þetta voru fals­an­ir. Sér­fræðing­ar upp­boðshúss­ins vissu ná­kvæm­lega hvað þeir voru með í hönd­un­um þegar þeir buðu verkið upp árið 2014. Þeir vita að verkið kem­ur upp­haf­lega frá þess­um ís­lensku aðilum fyr­ir 20 árum. Eft­ir dóm­inn hef­ur ekk­ert breyst í Dan­mörku. Ekk­ert. Þekk­ing­in er engu rík­ari um að marflatt mál­verk með plast­máln­ingu geti ennþá verið verk eft­ir Svavar Guðna­son þegar niðurstaða máls­ins er að svo geti aldrei verið. Það hef­ur lengi legið fyr­ir,“ seg­ir Ólaf­ur Ingi og held­ur áfram: „Brotið er sam­fellt. Þeir setja alltaf á markaðinn nýtt og nýtt verk. Það er eng­in fag­mennska á bak við það.“

Ólaf­ur Ingi seg­ir að vinnu­brögðin sem upp­boðshúsið ætti að viðhafa séu að hafa sam­band við alla þá sem hefðu keypt viðkom­andi verk eða verk sem þess­ir ís­lensku aðilar höfðu borið inn í fyr­ir­tækið, fengið að skoða þau og rann­saka og þá sann­færst um hvort þau væru fölsuð eða ekki. Fyr­ir utan niður­læg­ing­una þá er það of kostnaðarsamt fyr­ir upp­boðshús­in, bend­ir Ólaf­ur á, ef mála­vext­ir eru ekki al­var­legri en það.

Ólaf­ur Ingi hef­ur verið ótrauður að benda á verk sem hann grun­ar að séu fölsuð og eru í um­ferð. Hann seg­ir að það varði hags­muni al­menn­ings og ís­lenskr­ar lista­sögu. „Ég hef bara hags­muni al­menn­ings að leiðarljósi. Ekk­ert annað. Þetta eru alls ekki mín­ir hags­mun­ir. Það er líka þess vegna sem mál­inu er vísað frá því ég hef ekki rík­ari kröfu. Ég er ekki höf­und­ar­rétt­hafi, ef ég hefði rík­ari kröf­ur þá væri þetta öðru­vísi og gæti þá lagt fram að ég vildi fá þetta og hitt.“

Ólafi Inga finnst liggja bein­ast við og mjög mik­il­vægt að höf­und­ar­rétt­ar­haf­ar eða Mynd­stef í nafni þeirra geri þá kröfu á hend­ur Bru­un Rasmus­sen eða dönsk­um yf­ir­völd­um að fölsuðu verk­un­um sem fóru í gegn­um upp­boðshús­in verði út­rýmt af markaði.

Mikið hags­muna­mál

„Aðgerðirn­ar munu mark­ast af því sem kem­ur fram í til­lög­um nefnd­ar­inn­ar og ég get ekki tekið af­stöðu til þess fyrr en hún hef­ur skilað form­lega. En mér hef­ur sýnst að við þurf­um að beina sjón­um okk­ur að upp­bygg­ingu á getu og þekk­ingu til þess að fást við þessi mál,“ seg­ir Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, spurður út í aðgerðir til að sporna við föls­un á mál­verk­um og vís­ar til nefnd­ar sem ráðuneytið skipaði um þetta efni, sem mun skila til­lög­um lík­lega í næsta mánuði.

„Það skipt­ir máli að hægt sé að treysta því að þau lista­verk sem eru keypt séu ófölsuð. Þetta er mikið hags­muna­mál fyr­ir lista­verka­markaðinn. Fyr­ir lista­menn­ina sjálfa, þá sem selja list­ina og kaup­end­ur,“ seg­ir Ill­ugi.

Spurður hvort hann telji lík­legt að til­lög­ur nefnd­ar­inn­ar eigi eft­ir að hafa áhrif á nú­ver­andi stöðu á markað með lista­verk sem hef­ur lítið breyst frá því málið kom upp fyr­ir rúmu 10 árum, seg­ist hann ekki geta sagt ná­kvæm­lega til um það. „Ekki fyrr en við vinn­um úr niður­stöðunum,“ seg­ir Ill­ugi.

Nán­ar í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka