Undir eftirliti Útlendingastofnunar

Frá Arnarholti.
Frá Arnarholti. mbl.is/Árni Sæberg

Hæl­is­leit­and­inn sem hótaði að kveikja í sér í kvöld er óánægður með af­greiðslu sinna mála hjá ís­lensk­um yf­ir­völd­um. Frá þessu grein­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu um málið þar sem fram kem­ur að þessi óánægja var ástæðan fyr­ir hót­un­inni.

Frétt mbl.is: Hafði hótað að kveikja í sér

Lög­regla var kölluð að Arn­ar­holti á Kjal­ar­nesi á átt­unda tím­an­um í kvöld vegna hót­un­ar manns­ins. Málið var tekið mjög al­var­lega og var lög­regla með mik­inn viðbúnað vegna máls­ins en auk lög­reglu fór slökkvilið á vett­vang.

Í til­kynn­ingu lög­reglu seg­ir að hann hafi verið ró­leg­ur þegar lög­regla kom á vett­vang og að hann hafi ekki lagt eld að sér eða hús­næðinu í Arn­ar­holti.

„Maður­inn var færður af staðnum og til dval­ar ann­ars staðar, en hann er und­ir eft­ir­liti starfs­manna Útlend­inga­stofn­un­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Aðgerðum var lokið rétt fyr­ir klukk­an níu í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert