Nýr Pírati tekur sæti á þingi

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir hefur tekið sæti á Alþingi.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir hefur tekið sæti á Alþingi. Ljósmynd/Skjáskot af vef Alþingis

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tók í dag sæti á Alþingi fyrir Pírata en hún kemur í stað Ástu Helgadóttur sem ekki getur sinnt þingstörfum á næstunni. Sigurbjörg Erla er fyrsti varamaður á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Þar sem Sigurbjörg Erla hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi undirritaði hún drengskaparheit að stjórnarskrá Íslands við upphaf þingfundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert