Glufan um betri tíð er farin

Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna.
Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna. Picasa

Gallarnir við nýjan búvörusamning eru að hann er allt of langur, hann bindur hendur næstu ríkisstjórnar, allt of miklir peningar eru í húfi og hann er óbreytanlegur í krónutölum þrátt fyrir endurskoðunarákvæði. Þetta segir Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Hann var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á fundi um nýja búvörusamninginn sem efnt var til í morgun.

Teitur segir að ásamt fyrrnefndum göllum sé einnig ekkert nefnt um breytingar á tollum á matvöru. Segir hann að „tollmúrarnir bindi greinina inn í virkismúr“ þar sem neytendur séu í „girðingu sem þeir vilja ekki vera í.“

Hann tekur þó fram að tollarnir séu ekki óbreytanlegir, en það þurfi að vera pólitískur vilji fyrir því að lækka þá. Hann sjái ekki að því sé að skipta í dag.

Aðspurður um hag neytenda af nýjum samningi segir Teitur að með honum sé ekki hægt að sjá fram á nýjungar varðandi vöruframboð eða viðskiptahætti. „Við erum að borga allt of hátt verð fyrir vöru sem er ágæt, en við erum búin að borga fyrir tvisvar. Fyrst með sköttum í formi niðurgreiðsla og svo við búðarborðið,“ segir hann. „Hefðum við haft glufu um betri tíð er sú glufa farin,“ bætir hann við að lokum.

Fundurinn var hald­inn af Neyt­enda­sam­tök­un­um, Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu, Fé­lagi at­vinnu­rek­enda, Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenn­is, Öryrkja­banda­lag­inu, Viðskiptaráði og ASÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert